Afskaplega er hún skrýtin þessi "auga fyrir auga" menning Bandaríkjamanna. Af því að fórnarlömb Manson fjölskyldunnar fengu ekki að deyja með reisn, þá má þessi kona ekki deyja með reisn heldur? Það skal tekið fram að Atkins þessi var ung stúlka þegar morðin voru framin og alveg gjörsamlega heilaþvegin af Charles Manson. Og ef við erum í þessum "auga fyrir auga" leik þá ætla ég að fullyrða að heilakrabbamein er miklu sársaukafyllra en að láta stinga sig til dauða.
Og hvernig ætlum við þá að refsa Sharon Tate og vinum hennar? Atkins fjölskyldan hlýtur að eiga rétt á að Tate fjölskyldan borgi til baka þann sársauka sem Susan Atkins hefur haft framyfir Sharon Tate?
Eru reglurnar ekki annars þannig?
Neitað um lausn úr fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jæja vinur.... afhverju ætti að refsa vinum Tate þegar það er ekki þeim að kenna að Atkins drap Tate né eru þeir ábyrgir fyrir krabbameininu...
pæling
Robbi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 09:41
eitt er alveg víst og það er að þín verður ekki minnst fyrir hversu skarpur þú varst.
Meira kannski fyrir að vera helsjúkur af Stokkhólmsheilkenni.
S. (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:16
Þó ég sé alls ekki sammála þér Gunni minn þá verð ég nú sammt að fá að segja eitt.
Ef fólk ætlar að vera með persónulegar blammeringar þá er lámark að hafa manndóm í sér til að koma fram undir nafni. Taki þeir það til sín sem eiga það.
Sigurbjörn Gíslason, 17.7.2008 kl. 12:51
Ég vil taka það fram að þetta með að refsa fjölskyldu Sharon Tate var sett fram til þess að benda á fáránleika þess að refsa fjölskyldu Susan Atkins fyrir eitthvað sem þau bera enga ábyrgð á. Ef að "auga fyrir auga" á að ganga upp þá verður að refsa ölllum jafnt. Þetta má ekki verða "auga fyrir 2 augu". En gaman að vita að fólk í Bandaríkjunum er enn fast á Sturlungaöld þar sem hefndarvíg tíðkuðust.
Með því að neita þessari konu um að fá að deyja í faðmi fjölskyldu hennar er ekki bara verið að refsa henni meira heldur en hún var dæmd til að afplána, heldur er verið að refsa fjölskyldu hennar á hátt sem ég get ekki túlkað öðruvísi en "cruel and unusual punishment".
Það vill nefnilega oft gleymast að fangar hafa líka mannréttindi. Og Susan Atkins á þar af leiðandi fullan rétt á bestu læknisþjónustu sem völ er á.
Ég leyfi mér að efast um að þá þjónustu fái hún í Bandarísku fangelsi.
Ekki skipta mannréttindum út fyrir hefnigirni...það er ljótur leikur
Gunnar Ágúst Ásgeirsson, 17.7.2008 kl. 13:13
Úr því að "S" kom þarna inn á skarpleika í stuttri en tilgangslausri athugasemd langar mig að benda á að Stokkhólmsheilkenni er ástand sem fórnarlömb mannræningja og gíslatökumanna eiga á hættu að þróa með sér, ekki gaur uppi á Íslandi sem bloggar, af töluverðri skynsemi að mér finnst, um atburði í Bandaríkjunum.
Held að "S" ætti að láta geðlæknisfræðina eiga sig, hún er fyrir lengra komna...
Tryggvi Dór Gíslason (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 21:17
2 hips and a hooray og amen eftir efninu. Messa séra Steinbocks er úti!!!!
Sigurbjörn Gíslason, 17.7.2008 kl. 21:29
Að Atkins sé í fangelsi er henni að kenna og engum öðrum. Skilur þú það ekki?
Svo má bæta því við að fólk fær heimsóknartíma í fangelsi svo Atkins getur kvatt ættingja sína sem er meira en Tate fékk að gera á sínum tíma.
Oddi Pattason (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 01:27
Ég kaupi ekki þessi rök "meira en Sharon Tate fékk". Mér finnst bara eðlilegt að dauðvona manneskja fái að deyja með reisn sama hvað hún hefur gert af sér í fortíðinni. Er fjölskylda Sharon Tate virkilega eitthvað betur sett ef Susan Atkins deyr í fangelsi? Linar það á einhvern hátt sársaukann? Ég held ekki...
Gunnar Ágúst Ásgeirsson, 18.7.2008 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.