Ekki þú líka Steven?

Voðalegar fréttir eru þetta af fyrirliðanum okkar...standandi í einhverjum barsmíðum á klúbbi í Southport.

Ég vona auðvitað að í ljós komi að hann sé saklaus af þessum ákærum. En ef svo er ekki...þá geri ég þá kröfu að Liverpool og Rafa Benitez skipi annan fyrirliða og refsi Gerrard einnig með leikbanni. Sem Liverpool aðdándi get ég ekki samþykkt svona hegðun hjá manni sem á að vera fyrirmynd barna, unglinga og sennilega fullorðinna líka. Ég ætla alla vegana ekki að falla í sömu gryfju og aðrir sem verja sína menn fram í rauðan dauðann sama hvað þeir gera af sér. Og ef Liverpool ver Gerrard þrátt fyrir sekt hans (ef hún sannast) þá verðum við í sömu sporum og annar ágætis klúbbur á Englandi sem er kominn í vandræði með agamál hjá sínum leikmönnum. Utd menn...ég er ekki að tala til ykkar.

En engu að síður hlýtur Steven Gerrard að njóta sömu réttinda og aðrir...saklaus uns sekt er sönnuð.


mbl.is Gerrard gæti átt fimm ára fangelsi yfir höfði sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Algjörlega er ég sammála þér með þetta, ég reyndar ætla að láta hann njóta vafans meðan sekt er ekki sönnuð. Leikbann þarf hann að fá ef rétt reynist, sekt og að missa fyrirliðabandið í einhvern tíma svona gera menn bara ekki í hans stöðu. Góðar stundir.  Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 30.12.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Klárlega er maðurinn saklaus þar til (og ef) annað kemur í ljós. En EF það kemur í ljós að hann hafi gerst brotlegur við lög, þá finnst mér hann ekki eiga að sleppa auðveldlega 1-2 ár í fangelsi, hugsanlega styttri tími + samfélagsþjónusta og skaðabætur. Það geta allir lent í vondum málum og ekkert víst að hann hafi gert neitt ólöglegt, þangað til næst áfram Liverpool!

p.s. er Arsenal maður en kann að hrósa öðrum þegar vel á við :) Allt nema Chelsea eða ManU!

Óskar Steinn Gestsson, 30.12.2008 kl. 20:07

3 identicon

Meira ruglið í ykkur, þetta er hans frítími og þetta á ekki að bitna á Liverpool liðinu í heild með að setja fyrirliðann í bann og láta manninn missa fyrirliðabandið, Allir geta misstígið sig einhverntíman á ævinni. Hann mun btw aldrei þurfa að sitja einhvern tíma inni ;) Þetta verður bara samfélagsþjónusta og skaðabætur, Málið búið og dautt, og Liverpool vinnur deildina.

Rugl (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 20:11

4 identicon

Joey nokkur Barton fékk nú fangelsis dóm, sekt og bann minnir mig og Gerrard ætti að fá það sama ef þetta reynist vera rétt. Er að lesa á netinu að hann hafi notað olnbogann og lamið úr manninum tönn, ef það er satt þá er þetta ljótt :/

Ef þetta reynist svo rétt ætlast ég til þess að Rafa taki af honum fyrirliðabandið og liðið sekti hann. Allavena myndi ég ekki vilja hafa hann sem fyrirliðann minn ef þetta væri satt

Jónas (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 20:55

5 identicon

hann braut líka flösku á hausnum á honum P.S. hann og félagar hanns réðust á hann af því að hann vildi ekki spila óskalag

baldvin (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband