Af hverju eru allir svona brjálaðir yfir þessu?

Kennari var slasaður í vinnunni. Barnið sem slasaði kennarann er gert ábyrgt. Kennaranum eru dæmdar bætur.

Hvar er ruglið í þessu?

Og af hverju þarf alltaf að bera allt saman við kynferðisbrot? Held það séu allir sammála um að dómar fyrir kynferðisbrot séu allt of vægir en viljum við kannski að aðrir dómar séu lækkaðir til móts við þá? Ég trúi ekki að fólk vilji það.  

 

 


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála þér.  Takk fyrir gott innlegg.  Loksins talar maður með viti hér á mbl.

Sigríður (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 17:37

2 identicon

Ástæða þessa er eflaust það að barnið er fatlað, börn með Aspergerheilkenni er ekki heilbrigt, þau eru haldin mikillri hvatvísi m.a. og því hefði kennarinn átt að gæta að sér eða í það minnsta bæjarfélagið láta sæta ábyrgð v/hurðarinnar sem samt var talin örugg.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 17:41

3 identicon

síðan er þetta líka frekar há bótagreiðsla til að skella á móður barnsins ... þetta er kanski sangjarnt en ég er talsvert skaddaðri eftir vinnuslys og ekki fékk ég þessa upphæð ...

Valdi (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 17:48

4 identicon

ég á barn, og ég fengi nett sjokk ef það kæmi 10 miljóna reikningur með barninu heim, ég hélt að kennarinn væri með vinnutryggingu, hvað gerist ef smiður slassast í vinnu??  hvernig heldurðu að barninu líði eftir þennan dóm, þessir dómarar hafa sett stórt sár í sál barnsins sem grær kannski aldrei!!  Þetta er bara BARN!!!!!!

guðrún (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband