Af hverju eru þessar reglur ekki hér?

Af hverju mega skemmtistaðir og krár sem vilja bjóða upp á reykingarherbergi ekki setja þau upp? Hver voru eiginlega rökin fyrir því að banna reykingar á skemmtistöðum? Ég stóð í þeirri meiningu að þau hefðu verið að vernda starfsfólk og gesti fyrir tóbaksreyk. En af hverju má þá ekki gera reykingaherbergi?

En annars skil ég bara ekki hvernig er hægt að banna eigendum skemmtistaða að leyfa löglega iðju inni á sínum eigin stöðum. Reykingar eru fullkomlega löglegar og því ætti það að vera í valdi eigenda staðanna að ákveða hvort þeir vilji leyfa reykingar eða ekki.

En vonandi verður þessi dómur í Þýskalandi til þess að þessir staðir hafi nú fordæmi til þess að breyta þessum fáránlegu lögum sem hér gilda.


mbl.is Þjóðverjum leyft að fá sér rettu á barnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það vera minn réttur að geta gengið inn á stað og ekki fengið mígreniskast og aðsvif af völdum tóbaksreyks. Ég fór á tónleika á NASA um daginn og þvílíkur munur á andrúmsloftinu. Maður lifandi...ég hefði ekki trúað því nema að upplifa það sjálfur. Já og með þessi svokölluðu reykherbergi. Þessi herbergi gætu ekki verið hluti af sömu byggingu einfaldlega vegna þess að reykurinn mun alltaf komast í tæri við rými sem ætti að vera reyklaust. Mér finnst það gott mál að það sé búið að banna reykingar á almennum stöðum. Reykingafólk getur þá eyðilagt sín eigin lungu og látið mín vera.

Pétur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 09:16

2 identicon

Pétur: Hafðu eitt á hreinu. Það er ekki réttur þinn að ganga inn á stað og anda að þér neinu sérstöku.  Það neyðir þig enginn inn á skemmtistaði og þú getur andskotann valið um helling af öðrum stöðum ef þú fílar ekki einn af einhverjum ástæðum. Fyrir bannið var sífellt meira og meira af reyklausum svæðum (sem er fínt), en það er ekki réttur þinn að stjórna því hvernig hlutirnir eru hafðir á skemmtistöðum hér og þar.

Og þetta bull með að reykurinn fari alltaf á milli svæða eru skelfilegar ýkjur. Hugsanlega fundu menn lykt, en það er ekki lyktin sem veldur krabbameini. Aumingjaskapur í skásta falli, að setja lög út af einhverju slíku.

Ennfremur er spurning greinarhöfundar ekki hvort bannið ætti að vera eða ekki, heldur hvers vegna í ósköpunum staðir mega ekki setja upp reykherbergi á Íslandi. Fíflið hún Ásta Ragnheiður hefur gengið hvað harðast gegn slíkum hugmyndum, þar eð hún vill meina að "allskonar agnir" geti haft skaðleg áhrif á heilsu þeirra sem þrífa herbergin, sem er vitaskuld þroskaheft. Reykingalykt veldur ekki krabbameini, reykingareykur veldur krabbameini.

Það er ekki bara bannið sem menn eru að vesenast út af, heldur harkan í því. Það má EKKERT gera hérna núna. Ekki má setja upp reykherbergi, sama hversu vel loftræst það er, heldur verða menn að skítmixa staði sína þannig að svæðin séu tæknilega úti. Þetta gera barir sem eru svo heppnir að vera með þannig aðstöðu, en það er spurning um heppni, ekki rekstur.

Eins og venjulega fær frekjan að gang á Íslandi í nafni smábarnasamfélagsins, þar sem fólk hefur víst réttinn til að segja öðrum hvernig þeir eigi að hafa hlutina.

Enginn hefur neytt þig nokkurn tíma inn á reykstað. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:14

3 identicon

Alltaf eru þessi rök eins fáranleg og hægt er.  Vissulega.... og það er eina vörnin sem reykingamenn hafa, er að þetta er löglegt.   Ég er ansi viss um að ef ég myndi fara gera ýmislegt sem er löglegt inni á veitingastöðum og börum þá yrði eflaust eitthvað sagt.   Eins og t.d það að mæta með reykelsin mín og kveikja í þeim inni á svona stöðum, nú eða taka með  mér "kúkafílusprey" og spreyja því ríkulega í kringum mig þegar ég fer á kaffihús.   Þetta myndi maður náttúrulega aldrei gera af tillitssemi við annað fólk sem sækir þessa staði.   Þetta er bara hlutur sem reykingamenn skortir upp til hópa, tillitsemi við annað fólk.   Fólk sem situr við hliðina á reykingamanni á veitingastað eða bar, er að öllu óbreyttu ekki að ónáða reykingamanninn á neinn óeðlilegan hátt, en aftur á móti er talsvert ónæði af reyknum sem kemur frá reykingamanninum er þetta sanngjarnt? (ég á ekki við löglegt).   Fólk sem ekki reykir á að geta farið á hvaða stað sem því langar að fara á og borða eða drekka án þess að þurfa að anda að anda að sér vondri lykt.  Sömu réttindi gilda um reykingamanninn, hann á sömu kröfu.  Vandamálið er bara það að það er aldrei hallað á reykingamanninn, nema með þessum lögum og þá verður allt vitlaust!  Innan við 20% þjóðarinnar reykja, ég skil ekki alveg afhverju það er svona vitlaust að virða þarfir og óskir þeirra 80% sem vilja ekki hafa þetta, við búum jú í lýðræðisríki.....eða hvað?

Egill (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:36

4 identicon

...og gleymdi að minnast á reykherbergin.   Ef það væri hægt væri það fínt, það er vissulega aukinn kostnaður fyrir veitingamanninn, sem er eflaust ekki vinsælt, og eins og áður hefur verið sagt, þá snýst þetta um lykt.  Þó reykingamenn þoli þessa fínu lykt sína er ekki þar með sagt að aðrir geri það, sama þó þú eða fleirri hafi þá skoðun að þeir sem fíla ekki lyktina séu bara aumingjar, þá erum við bara því miður ekki öll eins samdauna þessu og reykingamenn. 

Egill (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:42

5 identicon

Heyr Heyr! Ég tel það vera minn rétt að geta valið úr ÖLLUM þeim stöðum sem eru opnir þá stundina, án þess að þurfa að anda að mér þessum viðbjóð. Ég tek undir með Agli að það virðist aldrei hallað á reykingamanninn. Áður en bannið kom til, þá þótti bara sjálfsagt að fólk sem sótti knæpur Reykjavíkur þurfti að setja fötin sín í hreinsun daginn eftir og þó svo að viðkomandi hafi ekki drukkið neitt, var viðkomandi eins og eftir 2 daga fyllerí. Nú tala ég af töluverðri reynslu þar sem ég vann sem dyravörður til margra ára á mjög svo illa loftræstum stað. 

Pétur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 11:11

6 Smámynd: Gunnar Ágúst Ásgeirsson

En hvað með rétt veitingamannsins til að stjórna sínum stað eins og hann kýs? Ég efast ekki um að margir veitingamenn myndu hafa staðina sín áfram reyklausa en samt yrðu einhverjir sem myndu vilja leyfa reykingar. Mín spurning var einfaldlega þessi...af hverju er það ekki undir veitingamanninum komið hvort reykingar eru leyfðar á hans stað eða ekki? Ég á íbúð..ég ræð hvort það er reykt þar eða ekki. Margir veitingamenn eiga húsnæðið sem veitingastaðurinn er í..af hverju hafa þeir ekki sama rétt og ég?

Og í sambandi við reykherbergin...þá eru þau hreinlega ólögleg sama hversu góð þau eru. Er einhver reynsla af því hvort lykt eða reykur berst úr þeim?

Gunnar Ágúst Ásgeirsson, 31.7.2008 kl. 11:31

7 Smámynd: Gunnar Ágúst Ásgeirsson

Og eitt enn...ef það er réttur reyklausra "að geta gengið inn á stað og ekki fengið mígreniskast og aðsvif af völdum tóbaksreyks"...á ég þá ekki sama rétt á að hlusta bara á þá tónlist sem ég vil þegar ég fer á skemmtistað? Nei auðvitað ekki!

En ég skil auðvitað að reyklausir vilji getað setið í reyklausu umhverfi og þess vegna höfum við frjálsan vilja til að velja þá staði sem við förum á. Ég vel skemmtistaði t.d eftir því hvernig fólk sækir þá, hvernig tónlist er spiluð og hvað bjórinn kostar. Þýðir það að allir staðir eiga að breytast að mínum smekk eða þörfum?

Gunnar Ágúst Ásgeirsson, 31.7.2008 kl. 11:37

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Enn sem komið er Gunnar Ágúst Ásgeirsson er okkur heimilt að reykja á okkar heimili, en ofstækið er þvílíkt og réttur fólks til að lifa því eins og kýs er fótum troðið, svo það kæmi mér hreint ekki á óvart að þær mannvitsbrekkur sem sömdu reykingarbannsfrumvarpið kæmu með annað frumvarp sem ætti að banna reykingar á heimilum. Og þú Pétur tönglast á að það sé þinn réttur til að gera hitt og þetta, hvað um rétt aðra ? ég þoli ekki svona ofstækis og yfirgang fólks sem eru að reyna að stjórna lífi annarra, látið fólk í friði og takið hausinn útúr rassgatinu. Og ég er næstum viss um að þessi ólög standist mannréttindasáttmála Sameinu þjóðanna er varðar frelsisskerðingu.

Sævar Einarsson, 31.7.2008 kl. 12:58

9 identicon

En hvað með rétt veitingamannsins til að stjórna sínum stað eins og hann kýs?

Það er alveg rétt hjá þér, þeir eiga líka að hafa rétt á því að hafa tónlistina þar inni eins háa og þeim sýnist, eiga ekki að þurfa að hafa neina salernisaðstöðu nema þá sem þeim sýnist og eiga síst af öllu að þurfa að þvo glösin neitt né þurfa að hafa neinn þrifnað nema þeim sýnist svo. Get svo ekki séð heldur að það komi neinum við þó það sé rottugangur hjá þeim. Aha, akkúrat.

Hvernig stendur á því að reykingarfólk líti á það sem stjórnarskrárbundinn rétt sinn til að eitra fyrir mér í hvert skipti sem ég voga mér út á lífið? Hefur nikótínið svona hrikaleg áhrif á þrælana sína að þeir eru í álíka afneitun og meðvirkir makar alkohólista?

Kristinn Kristinsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 12:59

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Vá, þvílík röksemdafærsla hjá þér ! komdu þér uppúr sandkassanum og það strax. Ég er alls ekki á móti reykingarbanni á krám og skemmtistöðum þar sem allir eru saman komnir og skil það vel að fólk sem reykir ekki vilji hafa loftið "hreint", en ég er á móti því að fólk er neytt til að fara út að reykja þegar það væri svo sára einfalt að koma upp loftræstri reykingaraðstöðu. Ef ég færi út í að reka bar eða skemmtistað, þá myndi ég gefa þeim langt nef og hafa þetta sem einkaklúbb, fólk borgar lítið gjald og afsalar sér með því réttinn á að "neyðast" til að "þurfa" að anda að sér reykingarlykt.

Sævar Einarsson, 31.7.2008 kl. 13:15

11 Smámynd: Gunnar Ágúst Ásgeirsson

Kristinn...ef þú kæmir inn á skemmtistað þar sem tónlistin væri í hvínandi botni, ekkert væri klósettið, öll glösin skítug, gólfin drullug og rottur skoppandi um gólfin í takt við ærandi tónlistina...myndirðu ekki bara fara eitthvað annað? Það myndi ég alla vegana gera.

Og eitt enn...hver segir að ég sé reykingamaður? Ég er líka ötull stuðningsmaður réttinda samkynhneigðra. Gerir það mig að homma? 

Ég lít svo á að ef veitingamaður vill leyfa reykingar eða rottur eða hvað sem er þá ætti hann að mega það. Því hver kemur verst út úr því? Hann sjálfur ekki satt? Enginn neyðir mig inn á skemmtistaði og ég skal alveg viðurkenna það að ég vil frekar reyklausa staði en hitt. En það er ekki þar með sagt að mín skoðun sé sú eina rétta.

Gunnar Ágúst Ásgeirsson, 31.7.2008 kl. 13:15

12 identicon

Öndum með nefinu í eitt augnablik elskum Sævarinn minn. Mér finnst þetta einfaldlega snúast um rétt fólks til þess að geta nýtt sér alla þá þjónustu sem er í boði þá stundina.

 Ég reykti hérna í denn og fannst voða gott að fá mér kaffi og sígó á góðu kaffihúsi. Núna er ég hinsvegar reyklaus og líður vel með það.

Auðvitað á reykingafólk rétt á því að reykja sínar sígarettur. Ég vil bara að það sé sýnd almenn virðing og kurteisi fyrir heilsu annara þegar fólk reykir í kringum annað fólk sem vill hafa loftið "hreint" eins og Sævarinn segir.

Sævarinn segir einnig "þurfa" að anda að sér reykingarlykt" Áttu ekki við reyk frekar en lykt?

 Nú vil ég bara að ráðamenn þessarar þjóðar taki sig til og gefi eigendum veitingahúsa leyfi til þess að smíða VEL loftræsta kompu þar sem reykingamenn og konur geta svolgrað í sig blásýruna.

Takk fyrir mig.

Pétur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 14:05

13 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Agalegir vitleysingar geta andreykingapostular verið.

Líkur þeirra sem eru stöðugt í kringum tóbaksreyk á því að fá krabbamein við óbeinar reykingar eru fjórfaldar á við það að fá krabbamein af öðrum ástæðum.

Annarsvegar 20:1.000.000

Hinsvegar 80:1.000.000

Það gerir það að verkum að í samfélagi uppá 313.000 manns séu góðar líkur á að þriðjungur þessara 80 fái krabbamein af þessum orsökum.

Það væru um það bil 27 manns.

Þessar 27 hræður eiga semsagt að brjóta á rétti kráareiganda til þess að stýra eigin eigum, brjóta á rétti kráargesta til þess að reykja innanhúss, stuðla að aukinni lungnaþembu, blöðrubólgu og lungnabólgu reykingamanna að vetri og samt erum það við, reykingamennirnir sem erum ósanngjarnir?

Að sama skapi og ég hef ekki rétt á því að koma heim til þín og kveikja mér í sígó hefur þú ekki rétt á því að ætlast til þess að aðrir lúffi fyrir þér þegar þú ákveður að fara útá lífið.

Svo skil ég ekki þetta bull um ferskt loft.

Hefur ekkert ykkar komið inná bar eftir bannið?

Þar lyktar af svita, freti, ælu og í verstu tilfellunum einhverju verra.

Reykingalyktin hélt þó þeirri brælu niðri. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.7.2008 kl. 15:15

14 Smámynd: Gunnar Ágúst Ásgeirsson

Góður punktur hjá manninum með langa nafnið. En mér finnst þetta aðallega snúast um rétt veitingamanna til að ráðstafa sínum stöðum sjálfir. Og ég get ekki séð að vel loftræst reykherbergi brjóti gegn réttindum reyklausra.

Gunnar Ágúst Ásgeirsson, 31.7.2008 kl. 15:23

15 identicon

Ég verð að viðurkenna að mér finnst reykingabannið ágætt svona þegar ég horfi á það með augum barþjóns. Flott að geta mætt í vinnuna og anga ekki eins og stubbahús þegar maður hefur lokið vaktinni.

Með augum djammarans að þá er óþolandi að þurfa að fara út að reykja. Það orsakar líka það að annað hvort eru flest allir í úlpunum sínum inni og því fylgir auðvitað hiti, sviti og mismunandi góð líkamslykt hvers og eins, eða þá að fólk fer léttklætt út, reykir hálfa sígarettu því það er svo kalt úti, kemur aftur inn á staðinn og fer út stuttu síðar... Skiptist semsagt á að fara út að reykja eða inn að drekka... nær þar af leiðandi hugsanlega ekki að skemmta sér eins vel og ef manneskjan myndi bara fá að reykja inni.

En reykingabannið með augum mömmunar er skelfing, kanski er ég svona mikið á móti því að 18 mánað gömul dóttir mín og ég ólétta konan þurfum að anda að okkur sígarettu/vindla reyk bara vegna þess að við viljum vera úti... Ég var á labbi um laugarveginn núna í byrjun júlí. Á mánudegi réttara sagt milli klukkan 13 og 15 arkaði ég þarna í mínum mestu rólegheitum með mágkonu minni og börnum hennar. Það er sama hversu lítill staðurinn var það voru borð og stólar fyrir utan. Hver einasti bekkur var "þétt" setinn af reykingamönnum.

Við mæðgur vorum eiginlega bara vel "reyktar" ertir þessa göngu okkar því það var ekki þverfótað fyrir reykingamönnum útum allt... á miðjum degi.

Get líka stundum ekki hamið mig þegar fólk kveikir sér í sígarettu við hliðina á barnavagni t.d. fyrir utan verslun eða hvað... það er nákvæmlega ekkert hugsað um það hvort það sé barn í vagninum eða hvað.

Held samt sem áður að það er alveg sama hvort þetta bann er, eða fer, eða það kemur einhver breyting á því að þá eru aldrei allir ánægðir.

Eva Lind Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband